top of page
IMG_2299.jpg

Helga

Marz

Hvað geri ég?

Tónsmíðar og útsetningar

Ég bæði sem og útset raddtónlist fyrir kóra, raddhópa og tónlistarfólk - þvert á getustig og stíl. Ég gæti þess að tónlistin ýti undir allar bestu hliðar flytjendanna svo þeir njóti sín bæði í söng og framkomu. 

Námskeið og vinnustofur

Mér þykir fátt skemmtilegra en að koma inn í hópa og aðstoða þá eða stjórnendur þeirra með tónlistina sem þau vinna með. Hvort sem unnið er út frá söng, útsetningum, tónsmíðum eða aðferðafræði. 

Einkatímar

Vantar þig ferska sýn á verkefnin sem þú vinnur að? Viltu læra eitthvað nýtt eða vantar þig ný verkfæri í verkfærakistuna? 

Heyrðu í mér!

Lög og útsetningar

Hvernig get ég hjálpað?

Líkar þér hvernig ég vinn með kórum?

Bókaðu mig sem gestastjórnanda á æfingar, fyrirlestra eða aðra tónlistartengda viðburði.

Kanntu að meta útsetningarnar mínar eða tónsmíðar?

Sendu mér línu og ég get sent þér lista af því sem ég hef útsett og samið. Þú getur auðvitað líka ráðið mig til að semja eða útsetja tónlist sem er sérstaklega sniðin að þínu verkefni, kór/raddhópi.

Líkar þér hljómur kóranna eða söngvaranna sem ég vinn með?

Líkar þér kórstjórnartæknin mín?

Ég er bæði menntuð í klassískri- og rythmískri kórstjórn, starfa þvert á stíla og á fjölmörg verkfæri í kistunni minni.  Ég mun glöð aðstoða þig við að finna tól sem hentar þér og því sem þú vinnur með.

Viltu fræðast um aðferðafræðina sem ég vinn samkvæmt?

Allar æfingar sem ég stjórna eru skipulagðar og unnar út frá skýrri aðferðarfræði; hvað getur reynst hópnum erfitt að læra? Hvernig má greina hvað vantar upp á? Hvernig nota ég meðleik á æfingum? Hvenær kann hópurinn efnið sem unnið er með? 

Þetta og margt annað get ég frætt þig um. 

Heyrðu í mér og ég deili með þér áhersluatriðunum mínum og gef þér punkta til að vinna með. 

„Helga Margrét útsetti lagið
Eitt lag enn fyrir Landsmót íslenskra barnakóra 2023. Útsetningin er frábær. Hentaði aldri nemenda vel, auðlærð og grípandi og í fullkominni tónhæð fyrir börn.“

Tónmenntakennarafélag Íslands

„Helga útsetti þrjú lög eftir Magnús Eiríksson fyrir okkur í kvennakórnum Sóldísi, hún gæddi lögin miklu lífi, bætti við skemmtilegu skrauti hér og þar og flottu þrástefi í takti.  
Laglínan ferðast milli radda svo hver rödd fær að njóta sín. Frábær vinnubrögð.“

Helga Rós Indriðadóttir 
söngkona og kórstjóri Sóldísar

„Helga Margrét kom á æfingahelgi með afar gagnlegar hugmyndir og aðferðir við að ná fram rythmískari stíl í lögum. Aðferðir sem við höfum náð að nýta áfram og byggja ofan á. Hún leysti einnig af á kóræfingu og var mikil innspýting fyrir kórinn með uppbyggilegum æfingum og athugasemdum.“

Ingveldur Ýr 
söngkona og kórstjóri Spectrum

„Ég heillaðist af Helgu Margréti um leið og hún kom á æfingu hjá Spectrum í fyrsta skipti. Hún er ákveðin og hlý í senn og ber virðingu fyrir tónlistinni og fólkinu sem flytur hana. Hún er vel menntuð, skipulögð og skemmtileg – og endalaust hvetjandi fyrir aðra kórstjóra. Áfram, Helga Margrét!“

Margrét Pálsdóttir  

söngkona og kórstjóri

„Helga Margrét nær með einlægri innlifun sinni að leiða okkur inn í undraheima tónlistar og söngs. Þekkingarbrunnur hennar er djúpur en henni tekst á undraverðan og skemmtilegan hátt að koma þessari þekkingu til okkar sem svömlum í yfirborðinu. Það er afskaplega þægilegt og lifandi að standa andspænis henni þegar hún stjórnar. Innlifun í andliti, dillandi hreyfingar, litlir kippir í öxlum og olnbogum og augljósar ábendingar um túlkun. Með þessu nær Helga Margrét því besta fram hjá söngvurum og lögin lifna við.“

Baldur Grétarsson  

Bassi í Spectrum

Gallery

Vertu í bandi!

Helga Margrét Marzellíusardóttir
Safamýri 81 

108 Reykjavík

​​

Tel: +354-867-9696
helgamarz@gmail.com

  • White Facebook Icon
  • Helga Marz

Thanks for submitting!

Representation
bottom of page