Námskeið
Ertu að leita að einhverju nýju og fersku? Hér að neðan er upptalning á þeim námskeiðum sem ég get endurtekið ef áhugi er fyrir hendi.
Athugið að skráning á námskeið fer fram neðst á síðunni. Mikilvægt er að taka fram á hvaða námskeið þú ert að skrá þig þar sem það geta verið fleiri en eitt í boði hverju sinni.
Útsetningar
Aðferðir og tækni að baki raddútsetningum
*Opið fyrir skráningar á námskeið sem hefst í mars*
Hvernig útsetjum við fyrir kór? Hvernig pössum við upp á að halda í einkenni tónlistarinnar eða hvernig breytum við henni algjörlega? Hvernig fær útsetningin þann hljóm sem þú sækist eftir? Hver er munurinn á útsetningum með og án meðleiks? Hver er munurinn á útsetningum fyrir byrjendur og lengra komna? Hvernig höldum við í gleðina svo allar raddir hafi gaman af því að syngja það sem skrifað er? Í hvaða stíl viltu halda? Klassík, popp, djass?
Námskeiðið hentar tónlistarmenntuðu fólki með kórstjórnarreynslu en hægt er að sækja námskeiðið bæði í eigin persónu og á netinu - enginn gæðamunur er þar á.
Námskeiðið eru tveir 90 mínútna langir fyrirlestrar með sýnidæmum og umræðum. Í kjölfarið eru tveir tímar þar sem farið er yfir útsetningar þeirra sem kjósa leið tvö hér að neðan.
Í boði eru tvær leiðir:
-
Fylgjast með fyrirlestrum og geta lagt fram spurningar varðandi það. Þetta gagnast þeim fagaðilum sem sækjast helst eftir því að geta lesið betur í útsetningar og valið betur fyrir hópinn sem þeir vinna með. Sömuleiðis getur þetta opnað á það að byrja sjálf/ur/t að skrifa útsetningar.
-
Allt sem leið eitt býður upp á en til viðbótar skrifar þú útsetningu á námskeiðstímanum sem ég veiti þér ráðgjöf með og yfirfer. Niðurstaðan er fullbúin útsetning sem þú getur lagt fyrir hópinn þinn. Hámarksfjöldi í þennan hluta eru fimm manns.
Hafið samband að neðan fyrir frekari upplýsingar!
Æfingar
Gestastjórnandi
Er kórinn/sönghópurinn þinn með æfingardag eða er verið að æfa fyrir sérstakt tilefni?
Ég get komið í heimsókn og gefið ferska sýn á efnið sem þið vinnið með. Allt er unnið í samræmi við stefnu hópsins og áherslur og unnið í samstarfi við stjórnanda hópsins.
Þessi samvinna okkar getur verið ein kvöldstund, heill dagur eða helgi.
Lag verður að tónlist
Gestastjórnandi
Vill kórinn/sönghópurinn læra nýtt lag eða nýja útsetningu og gera hana að sinni?
Við vinnum í takti, grúvi, ítónun, hljómi, túlkun og sviðsframkomu svo útkoman verði sem glæsilegust. Saman færum við lag af blaði yfir í tónlist sem hópurinn, sem tónlistarfólk, stendur með, túlkar og nýtur þess að flytja.
Þessi samvinna okkar getur tekið frá tveimur upp í sex klukkustundir.
Vocal Painting
VOPA
Viltu kynnast hinu frábæra söngtungumáli Vocal Painting?
VOPA er táknkerfi, hannað af Jim Daus Hjernoe og partur af stærri aðferðarfræði sem kallast “The Intelligent Choir”. Með kerfinu má nýta tákn til þess að vinna í “tónlist augnabliksins” þ.e. leggja inn útsetningar á staðnum (live arrange), semja tónlist á staðnum (live compose) eða breyta ólíkum þáttum tónlistarinnar. Allt til þess að krydda efnið sem þegar er unnið með eða skapa nýtt efni. Þar má nefna að skipta um tón- og/eða takttegund, leggja inn sóló, breyta hljómi raddarinnar, búa til nýjar laglínur og ótal margt fleira því kerfið hefur í dag um 75 samþykkt tákn.
Táknkerfið gagnast kórum og raddhópum við hinar ýmsu aðstæður en þær opna allra helst á möguleika hópsins til að vinna saman, finna hvernig hver og einn kórmeðlimur getur verið leiðtogi í hinum ýmsu aðstæðum og nýta þannig tónlistarhæfileika allra kórmeðlima. Allt eru þetta mikilvægir þættir til þess að byggja upp meðvitaða kórmeðlimi sem mynda “The Intelligent Choir”.
Á námskeiðinu lærið þið um VOPA og hvernig það virkar í kórstarfi. Lærið að þekkja og framkvæma nokkur tákn sem geta nýst öllum - allt frá barnakórum upp í atvinnumannakóra. Fræðist um fjölbreytileika raddarinnar og hvernig hægt er að nýta röddina betur í kórstarfinu.
VOPA get ég kennt sem einkatíma en skemmtilegast er það sem hópatími. Láttu mig vita af áhuga þínum og ég set saman hóp strax og ég hef heyrt frá nokkrum aðilum!
Skapandi tónsmíðar
-Semjum saman tónlist
Vill kórinn/sönghópurinn þinn læra að semja saman tónlist? Hvernig byggjum við upp tónsmíð, semjum fallegar laglínur og skrifum viðeigandi texta?
Ég hef mikla reynslu af því að leiða saman fólk á öllum aldri í tón- og textasköpun. Aðferðin sem ég nota hefur virkað afar vel fyrir börn frá 6 ára aldri upp úr og hefur gefið af sér vel heppnaðar tónsmíðar, auk þess nokkrar verðlaunaðar tónsmíðar.
Viljið þið fagna afmælisári með samvinnuverkefni eða einfaldlega láta reyna á ný verkefni innan hópsins? Þetta er bæði skemmtileg áskorun og opnar sköpunarkraft allra aðila hópsins.
Aðferðafræði kennslu á kóræfingum
-Fyrir kórstjóra, tónmenntakennara
og nema
Vilt þú bæta vinnulag þitt á æfingum, vera betur undirbúin/nn/ð fyrir æfingar, sjá vandamálin fyrir og hafa tól til að takast við þau þegar þau koma upp? Ég vinn samkvæmt aðferðarfræði sem kallast “New Piece Methodology” og “Known Piece Methodology” sem Jesper Holm, prófessor í kennslufræði kóræfinga er höfundur af.
-
Hvernig lærum við nýja tónlist og hvernig kennum við hana?
-
Hvernig komum við í veg fyrir að villur festist innan hópsins og tíma sé eytt í að lagfæra í stað þess að byggja upp?
-
Hvernig tímasetjum við æfingar og hvað veljum við að kenna hverju sinni?
-
Hvenær kann kór þá tónlist sem unnið er með?
-
Er raunveruleg þekking að baki?
-
-
Hvernig styður hljóðfæri við lærdómsferlið?
Ég veiti tól til þess að greina það sem er í gangi hverju sinni og finna út úr og greina það það sem þarf að laga.
Þessa þætti er bæði hægt að kenna í einkatímum sem og í hópi. Látið mig endilega vita af áhuga!
Kórstjórnartækni
-Fyrir kórstjóra, tónmenntakennara
og nema
Þarf alltaf að stjórna kórum? (Should Choirs be Conducted?)
Ef svo er, af hverju, hvenær og hvernig?
Vilt þú yfirfara þekkingu þína í kórstjórnartækni, fá fleiri tól í verkfærakassann og vera öruggari með að stjórna öllum stílum tónlistar? Hér er lögð sérstök áhersla á að bæta við þá tækni sem þú hefur þegar lært og nýtir þér dagsdaglega.
Við förum yfir það hvernig tæknin sem við notum hefur áhrif á hljóm kórsins, finnum viðeigandi tækni til að nýta og m.a. skoðað hvort Vocal Painting gæti hjálpað við kórstjórnina.
Þessa þætti er bæði hægt að kenna í einkatímum sem og í hópi. Látið mig endilega vita ef áhugi er fyrir hendi!