top of page
hmm.png

Hæ!

Takk fyrir að gefa þér tíma til að skoða efnið mitt, ég kann innilega að meta það! Ég vona að síðan gefi góða mynd af því hver ég er og hvernig við gætum unnið saman. Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að heyra í mér.  
 

  • Facebook
  • Instagram

UM mig

Ég er alin upp í hinum mikla tónlistarbæ Ísafirði og hóf píanónám í Tónlistarskóla Ísafjarðar löngu áður en fæturnir náðu niður á pedalana! Söngnám hóf ég 13 ára gömul og lauk framhaldsprófi árið 2009. 

 

Síðla sama árs hóf ég nám við Listaháskóla Íslands þar sem ég nam söng og kórstjórn B.Mus gráðu. Ég hef nú lokið framhaldsnámi frá The Royal Academy of Music í Danmörku í því sem kallast Innovative Rhythmical Choir Leading en áhersla þess náms liggur í rythmískri kórstjórn, tónsmíðum og raddútsetningum.
 

Verandi dóttir kórstjóra hef ég sungið í og stjórnað fjölmörgum kórum frá unga aldri og sótt masterklassa í söng, kórstjórn, tónsmíðum og útsetningum. Ég hef verið stjórnandi Hinsegin kórsins frá stofnun og stýrt fjölbreyttum kóra-, tónlistar- og söngleikjaverkefnum. Meginverkefni síðustu ára hafa legið í tónsmíðum og útsetningum en ég hef skrifað tónlist fyrir fjölda innlendra sem og erlendra kóra, raddhópa sem og hljómsveita. Þvert á stíla og stefnur.  

bottom of page